Um Okkur

Vertu velkomin í verslunina Barnið Okkar í Hlíðasmára 4 í Kópavogi !

Eftir að við fengum Roan barnavagn fyrir okkar barn þá vissum við að þetta væru barnavagnar sem við yrðum að kynna fyrir Íslendingum. Við höfðum því samband við framleiðandann og fengum umboðið hér á Íslandi. Vagnarnir eru frábærir í alla staði. Falleg hönnun, vönduð áklæði og vel einangraðir svo íslenski kuldaboli og vinur hans vindurinn ná ekki að smeygja sér inn í vagninn. Allar umsagnir sem við lásum frá viðskiptavinum útí USA/Kanada voru jákvæðar og erum við fullviss um að þessir vagnar munu ná að gleðja börn og foreldra þeirra sem vilja gæði á góðu verði. Einnig erum við stolt af því að kynna Nýjung á Íslandi…  Hannaðu Draumavagninn Þinn En þar getur þú hannað þinn eigin barnavagn sem við sendum svo í sérframleiðslu.


Roan er Evrópskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt barnavagna í yfir 40 ár.
Roan hefur það að leiðarljósi að framleiða vagna sem:

 

  • Eru með 2 ára framleiðslu ábyrgð
  • Eru framleiddir eftir öryggis og gæðastuðlum EU.
  • Eru praktískir og þægilegir fyrir hversdagslíf foreldra og barna
  • Eru vandaðir og fallegir. Áklæði sem upplitast ekki, 100% án PVC efna
  • Eru fjölbreyttir. Mismunandi litir, munstur, grindur og dekk eru í boði
  • Eru endingagóðir og sérstaklega hentugir fyrir kaldar aðstæður. Þrif og viðhald er auðvelt.
  • Eru á hagstæðu verði án þess að það komi niður á gæðunum


Roan er nú þegar þekkt vörumerki í Evrópu, Kanada & USA og því mikil ánægja að geta boðið íslenskum neytendum uppá Roan.

Við erum í Hlíðasmára 4 í Kópavogi.

Opnunartíminn er 12-18 alla virka daga og 11-14 á laugardögum.


Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband með því að senda okkur skilaboð eða hringja í verslun okkar í síma  553-8313.