fbpx

Gjafapúði Anti-bacterial

14.900 kr.

Vörulýsing

Brjóstagjafapúðarnir frá Barnið Okkar eru íslensk hönnun og framleiðsla. Púðarnir eru hannaðir af Íslenskri móður sem fann ekki gjafapúða sem henni fannst uppfylla kröfur er varða hreinlæti, þægindi og endingu.

„Brjóstagjafapúðinn er hannaður út frá eigin reynslu. Við áttum brjóstagjafapúða þegar dóttir okkar var lítil og það angraði mig mikið hversu greiða leið ungbarnagubb og mjólk komust í gegnum áklæðið og beinustu leið inn í fyllingu púðans þar sem allt safnaðist saman, tilhugsunin um bakteríupartíið var að fara með mig. Það var auðvitað hægt að taka áklæðið af og þvo það en fyrir mér var það ekki nóg þar sem áklæðið blotnaði í gegn og kom því ekki í veg fyrir að vökvinn færi beinustu leið inn í fyllingu púðans. Frauðkúlurnar féllu fljótt saman svo púðinn hélt illa lögun og lak stöðugt undan barninu ásamt því að ískrið í frauðkúlunum var heldur ónotalegt. Brjóstagjafapúðinn okkar hleypir engum vökva i gegn um sig en nær samt að lofta vel um fyllinguna. Hann mótast vel, heldur lögun allan gjafatímann og er laus við ískur frá fyllingunni. Púðanum fylgir áklæði að eigin vali og bjóðum við upp á mjög fallegt áklæði í gráum lit sem sæmir sér vel í flestum sófum en sjálf hef ég aldrei skilið hvers vegna áklæðin eru yfirleitt marglit og skræpótt í stað hlýlegri lita sem passa vel við flesta sófa.“

Púðinn: Það sem er alveg sérstakt við þennan gjafapúða er efnið í púðanum sjálfum sem heldur utan um fyllinguna en það er alveg vatnshelt og hleypir þar af leiðandi hvorki bleitu eða óhreinindum í gegn um skelina og inn að fyllingunni. Þótt flestir brjóstagjafapúðar bjóði upp á áklæði sem hægt er að taka af og þvo vita flestir foreldrar sem notað hafa gjafapúða við brjósta eða pelagjöf barna sinna að bæði uppköst og mjólk fara mjög reglulega yfir púðann. Það þarf ekki mikið til að væta í gegn áklæðið utan um púðann sem eftir það kemur ekki í veg fyrir að bleitan komist í gegn um áklæðið á púðanum sjálfum og beint inn í fyllingu púðans þar sem óhreinindin fá að safnast upp. Þrátt fyrir að efnið í púðanum sé vatnshelt býr það yfir öndunareiginleikum svo nægt loftflæði fer um fyllinguna inn í púðanum.

Fylling: Inn í púðanum er ákveðin samsetning af svamp og plastkúlum sem sér til þess að púðinn nái að mótast vel og halda þeirri stöðu allan gjafatímann. Eins kemur þessi blanda í veg fyrir ískur og ónotaleg hljóð sem oft vilja fylgja frauðkúlufyllingum ásamt því að púðinn fellur ekki saman eftir stuttan tíma notkunar og þurfi á áfyllingu að halda.

Áklæðið: Með gjafapúðanum fylgir eitt áklæði sem hægt er að taka af og þvo í þvottavél við 30 gráður. Við mælum með að snúa áklæðinu á rönguna fyrir þvott.

Á lager


Barnið Okkar

Barnið Okkar

553-8313