fbpx

Giraffe – Ferðafélagi

5.990 kr.

Bangsinn er æðislega litríkur og börn hreinlega elska hann. Hann er þægilega stór svo þau ná að naga hann og knúsa. Þessi bangsi er ekki eingöngu góður svefnfélagi heldur einnig góður leikfélagi fyrir barnið þitt!

Bangsinn gefur frá sér skemmtileg hljóð og er einnig litríkur þannig að börnin hreinlega elska hann. Bangsinn er einnig með hár sem ung börn elska að fikta í og halda fast í. Bangsinn er sérstaklega hannaður með yngri börn í huga, bæði em leikfang og aðstoðartæki þegar kemur af svefntíma. Margir þekkja Sleep sheep og kosti hans en Gentle Giraffe er eins og segir sambærilegur bangsi með endurbættu og litríku útliti.

Gentle Giraffe bangsinn er þægilegur svefnfélagi. Í bangsanum er lítið tækið sem spilar 4 róandi hljóð (Safari Groove, lækjarnið, Safari Trails & fossahljóð). Þessi hljóð eru hönnuð til þess að hafa róandi áhrif og aðstoða okkur við það að komast í draumaheiminn. Rannsóknir hafa sýnt fram mjög góðum árangri á þessum bangsa við það að aðstoða óróleg börn við það að sofna. Hljóðið veitir þeim þá öryggistilfinningu sem að þeim vantar. Flestir fullorðnir þekkja það hversu erfitt það getur stundum verið að festa svefn, við getum legið lengi og horft uppí loftið án þess að finna til þreytu, róandi hljóðin sem bangsinn gefur frá sér hjálpa okkur í þessum tilfellum og leiða okkur þannig inní draumalandið.

Tækið sem er inní bangsanum er hægt að taka út úr bangsanum á auðveldan máta þannig að það er líka auðvelt að taka það með sér þegar verið er að ferðast á staði sem eru barninu ókunnuglegir. Það sem er innifalið í pakkanum er:

• Bangsi sem m/tæki sem gefur frá sér róandi hljóð (Safari Groove, lækjarnið, Safari Trails & fossahljóð).
• Velcro rennilás á bangsanum svo að það sé auðvelt að festa hann á utanvert barnarúmið
• Fjarlægjanlegt hljóðbox
• Slekkur sjálfur á sér eftir 23-45 mínutur (stillanlegt)
• Batterí innifalin – 2 AA

Vörunúmer: CB7362-ZZ Flokkar: , , , ,

Barnið Okkar

Barnið Okkar

553-8313