Hugarfrelsi – Vellíðan barna
4.990 kr.
Handbók fyrir foreldra
Markmið bókarinnar er að styrkja foreldra. Í hverjum kafla er að finna ýmsan fróðleik og fjölbreyttar æfingar sem hafa það að markmiði að kenna börnum hagnýtar aðferðir til að efla sig og styrkja þannig að þau verði betur í stakk búin að takast á við krefjandi verkefni í námi og leik.
Bókin byggir á aðferðum jákvæðrar sálfræði. Lögð er áhersla á jákvæða sjálfsmynd, mikilvægi styrkleika, val á viðhorfi, tilfinningagreind, vináttu, hamingju, þakklæti, hreyfingu og svefn. Einnig er fjallað um mikilvæg atriði eins og öndun, núvitund, slökun og hugleiðslu. Að auki eru innlegg frá sérfræðingum á ýmsum sviðum. Allt eru þetta atriði sem hafa reynst vel í uppeldi barna.
Á lager