Um Okkur

Barnið Okkar - Vefverslun / Heildverslun

Eftir 10 ár hefur verslunin okkar í Hlíðasmáranum nú verið breytt til að mæta þörfum framtíðarinnar er kemur að þjónustu og vörukaupum.

Vefverslun: Í dag finnur þú allar upplýsingar um vöruna í vefverslun okkar: barnidokkar.is á hagstæðu verði. Allar vörur eru afgreiddar/sendar beint af lager úr vöruhúsi eða sem forpöntun.

Heildverslun: Er ekki opin almenningi. Einstaklingar versla/panta vörur í gegnum vefverslun okkar: barnidokkar.is

Símatími þjónustuvers er 11:00-13:00 alla virka daga. S: 553-8313
Símaverið er lokað í júlí og ágúst en við svörum tölvupóstum alla virka daga.

Frá stofnun Barnið Okkar árið 2014 var markmiðið okkar að bjóða vandaða og persónulega þjónustu til verðandi foreldra. Aðstoða fólk við að velja þær vörur sem henta ólíkum þörfum og lífstíl hverrar fjölskyldu með það að leiðarljósi að auðvelda og einfalda lífið fyrstu árin með lítið barn.