Um Okkur

Verslun okkar er í Hlíðasmára 4 í Kópavogi.

Opnunartími:
11:00-17:00 mánu- fimmtudaga / 11:00-18:00 á föstudögum
11:00-14:00 á laugardögum.
Sími: 553-8313

Barnið Okkar er fjölskyldufyrirtæki stofnað 2014. Við erum foreldrar fjögurra ungra barna og markmið okkar frá upphafi hefur verið að bjóða vandaða barnavagna og kerrur sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður en er á sama tíma gott að ferðast með. Við höfum ferðast mikið með börnin okkar innanlands, til sólarlanda og í skíðaferðalög til Austurríkis sem hefur gefið okkur mikla og persónulega reynslu af vögnunum og kerrunum sem við bjóðum upp á í verslun okkar.

Við leggjum áherslu á breitt úrval barnavagna og aðstoðum við að finna rétta vagninn fyrir hverja fjölskyldu. Þarfir og lífsstíll hverrar fjölskyldu er ólíkur og því leggjum við okkur fram við að finna rétta vagninn eða kerruna sem hentar ykkar fjölskyldu og mun koma til með að auðvelda ykkur lífið næstu árin.

Barnavagnarnir eru hannaðir með íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Einangrunin í vögninum er sérstaklega þykk og vönduð en á Íslandi er algengt að börn sofi utandyra yfir daginn sem þykir heldur óvanalegt í öðrum löndum. Dekkin eru stór og henta vel í allar aðstæður allt árið um hring.

Fullbúinn barnavagn sem hentar barninu þínu frá fæðingu til 3ja ára aldurs.
Roan vögnunum fylgir vagnstykki + kerrustykki + skiptitaska - Verð frá 159.900 kr

Vertu velkomin í verslunina Barnið Okkar í Hlíðasmára 4 í Kópavogi !


Roan er Evrópskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt barnavagna í yfir 50 ár.
Barnavagnarnir eru framleiddir eftir öryggis og gæðastuðlum EU
og eru með 2 ára framleiðslu ábyrgð.


Roan er nú þegar þekkt vörumerki í Evrópu, Kanada & USA.


(Ef þú kemst ekki innan opnunartíma verslunar skaltu endilega heyra í okkur og við finnum tíma sem hentar þér til að kíkja til okkar)


Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband með því að senda okkur skilaboð eða hringja í verslun okkar í síma  553-8313.