Gler Peli 150ml – Blueberry // Högg- og hitavörn

2.000 kr.

MilkHero gler peli með högg- og hitavörn sem breytir um lit sé innihaldið of heitt.

MilkHero gler pelarnir eru gerðir úr gleri og eru sílikonhúðaðir. Foreldrar eru í auknum mæli farnir að kjósa það að nota gler í stað plasts og huga þannig á umhverfisvænan hátt að auknu öryggi barna sinna. Líkur á því að pelinn brotni við fall eru litlar þar sem glerið í pelanum er einstaklega létt og vandað. Sílikonið skiptir um lit og lætur vita ef innihaldið er of heitt.
Sílikonhúðin er BPA-free, BPF-free, BPS-free og innheldur ekki Phtalates. Kemur í þremur litum: Bleikur, túrkis og dökkgrár

Afhverju að velja gler í stað plasts ?

Áhrif plasts á heilsu, lífríki og umhverfi

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á efnum í plasti og áhrifum þeirra á heilsu og umhverfi okkar. Áhyggjur manna eru aðallega tvíþættar: Í fyrsta lagi þá er ýmsum efnum (þalötum (e. phthalates), bisphenol A (BPA) og eldvarnarefnum (PBDEs og TBBPA) bætt út í plastið til að ná fram ákjósanlegum eiginleikum. Við notkun geta efnin losnað úr plastinu og haft skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Þessi efni eru þrávirk og safnast fyrir í lífverum upp fæðukeðjuna. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðin efni úr plasti hafi mögulega hormónaraskandi áhrif. Þalöt sem notuð eru í t.d gólf vínil, matarumbúðir og sjúkragögn hafa fundist í mælanlegu magni í börnum og fullorðnum en talið er að þetta efni geti haft áhrif á þroska kynfæra drengja. Efnið bisphenol A (BPA) sem notað er t.d. í drykkjarflöskur og matarumbúðir getur lekið út í matinn. Efnið er hormónaraskandi og hefur verið tengt við hjartasjúkdóma og sykursýki. Um ákveðin þalöt og BPA efni gilda þó strangar takmarkanir og bönn í dag.  Í svokölluðu PVC-plasti er klór sem gerir það að verkum að bæði framleiðsla þess mengar meira en mörg önnur plastframleiðsla og við brennslu getur myndast díoxín. Það vantar þó fleiri rannsóknir, sér í lagi  lýðheilsurannsóknir og rannsóknir á því hvort öll þessi efni geti haft samverkandi áhrif á heilsu og umhverfi okkar.

Til að framleiða plast er að mestu leyti notuð olía og jarðgas en einnig efni eins og kol, sellulósi, gas og salt. Eins og svo margt annað sem við erum að nýta frá jörðinni þá eru olíuauðlindir okkar ekki endurnýjanlegar. Sem þýðir að á endanum mun auðlindin klárast. Þess vegna er mikilvægt að fara vel með okkar dýru olíuauðlind og eyða henni ekki í efni sem síðan er hent eftir aðeins eina notkun.

Eiginleikar plasts eru þannig að endingartími þess er yfirleitt nokkuð mikill. Plast er slitsterkt svo það hverfur ekki eða eyðist heldur brotnar í smærri og smærri plasthluta í náttúrunni, kallað örplast. Plast er það létt efni að það flýtur. Það getur þar af leiðandi borist um hundruði kílómetra í vötnum og höfum og valdið þannig skaða langt frá upprunastað sínum. Gríðarstórir flákar af plasti hafa þegar myndast í Kyrrahafi, Atlantshafi og Indlandshafi þar sem hafstraumar hafa borið plastið þangað. Það er síðan fast þar í þessum gríðarstórum hringstraumum sem þar eru.

Upplýsingar: Umhverfisstofnun.