Heyrnatól BuddyPhones PlayEars+ – Hvítur Ísbjörn

8.990 kr.

BuddyPhones PlayEars+ heyrnatólin frá ONANOFF eru þráðlaus, hljóðeinangrangandi (Active Noise Cancelling) heyrnatól sérsniðin fyrir börn á aldrinum 3-10 ára. Þau eru fánleg í fjórum mismunandi týpum; Brúnn Refur, Bleik Kisa, Blár Hundur og Hvítur Ísbjörn. BuddyPhones PlayEars+ eru sérstaklega hönnum fyrir börn og með þarfir þeirra í huga. Þau eru slitsterk og endingargóð og þola mikinn hamagang og leik, en þau eru líka mjúk og sveigjanleg til að tryggja þægindi. Eyrun eru úr mjúku sílíkoni en inni í eyrunum er glimmer sem bætir og kætir. Hver heyrnatól koma með 4 mismunandi glansandi límmiðum í fallegu dýraþema svo bornin geta skipt um límmiða og breytt útlitinu á heyrnatólunum ef þau kjósa.

Heyrnatólin eru þráðlaus og dugar batteríið í 24 tíma þegar hljóðstyrkur er stilltur á 85 decibel. Hægt er að nota heyrnatólin með snúru ef þau verða batteríslaus. Heyrnatólin koma með áföstum hljóðnema sem býður uppá 3 mismunandi SafeAudio® hljóðstillingar; 94dB, 85dB og 75dB svo hægt er að stilla heyrnatólin eftir umhverfi og þörfum. 94dB stillingin virkar til dæmis vel um borð í flugvél eða þar sem þörf er á að stilla hljóðið aðeins hærra. 85dB er sá hljóðstyrkur sem Alþjóðaheilbrigðisstofnun mælur með fyrir börn. 75dB styrkurinn er góður valkostur fyrir yngri börn. StudyMode® er sérstök heimanámsstilling sem einangrar talað mál frá öðru hljóði svo það heyrist skýrar og auðveldar börnum að hlusta og einbeita sér lengur. Heyrnatólin bjóða einnig uppá BuddyLink sem þýðir það að hægt er að tengja allt að fjögur heyrnatól saman svo vinir og systkini geta deilt einum skjá. Hægt er að brjóta heyrnatólin saman til að spara pláss, og þau koma í mjúkum taupoka sem gott er að geyma þau í.

UM ONANOFF

ONANOFF var stofnað árið 2014 á íslandi, og er með skrifstofur í New York, Hollandi, Hong Kong og Shenzhen. ONANOFF sérhæfir sig í heyrnatólum fyrir börn og er best þekkt fyrir BuddyPhones heyrnatólin sem hafa unnið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar í gegnum tíðina.

Heimurinn heldur áfram að þróast og tæknin með, þörf okkar og þar á meðal barna fyrir góða tækni til að auðvelda lífið verður sífellt meiri. ONANOFF leggur alla áherslu á að skapa sniðugar lausnir og framleiða hágæða vörur sem koma til móts við mismunandi þarfir barna og passa um leið uppá heyrn þeirra og öryggi.

Ekki til á lager

Vörunúmer: 4897111741078 Flokkar: , ,